Störf í boði


Launafulltrúi með reynslu af H-launum


KPMG leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til framtíðarstarfa í launavinnslu fyrir viðskiptavini KPMG. Vinnustaður er Borgartún 27. 

Viðkomandi þarf að vera skipulagður í vinnubrögðum, hafa frumkvæði, drifkraft og ríka þjónustulund.

Hæfniskröfur:
• Reynsla af launavinnslu í stóru eða meðalstóru fyrirtæki í að lágmarki eitt ár
• Reynsla og góð þekking á H-3 launakerfinu
• Enskukunnátta æskileg 
• Nákvæmni í vinnubrögðum
• Jákvæðni og þjónustulund

Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar 2018.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Andrés Guðmundsson, starfsmannastjóri. agudmundsson@kpmg.is 

Umsóknarfrestur til og með 26. febrúar 2018