Austurland - Suðurland - Vesturland


Vegna aukinna verkefna leitum við að öflugu starfsfólki á skrifstofur okkar á Austurlandi, Suðurlandi og Vesturlandi.  Leitað er að fólki til að sinna uppgjörum og endurskoðun. Umsækjendur þurfa að hafa viðskiptamenntun og æskilegt að viðkomandi hafi lokið meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun.  Leitað er að framtíðarstarfsfólki sem getur hafið störf í haust.

Í boði er fjölbreytt vinna fyrir stóran hóp viðskiptavina þar sem starfsþróun og þekkingarmiðlun er höfð að leiðarljósi.  KPMG rekur skrifstofur á 16 stöðum og hefur á að skipa 280 manna starfsliði sem sinnir fjölbreyttri þjónustu um land allt.   Í þetta sinn leitum við að starfsfólki á eftirfarandi starfsstöðvar:

  • Egilsstaðir – Reyðarfjörður - Hornafjörður
  • Selfoss - Hella
  • Akranes – Borgarnes - Stykkishólmur

Nánari upplýsingar veitir Andrés Guðmundsson, starfsmannastjóri í tölvupósti agudmundsson@kpmg.is eða í síma 545 6077.  

Umsóknarfrestur til og með 31. júlí 2017